Erlent

Slösuðust í flugvél yfir Íslandi

Sex farþegar slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar Boeing 747 breiðþota frá United Airlines lenti í mikilli ókyrrð yfir Íslandi á leið sinni frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna í síðustu viku, að því er fram kemur á vefsíðu CNN. Þeir sem meiddust voru ekki í sætisbeltum þegar ósköpin dundu yfir. Vélin hélt áfram flugi sínu til Bandaríkjanna og lenti þar heilu og höldnu þar sem sjúkrabílar biðu á flugvellinum. Stutt er síðan að farþegavél Air France lenti á Keflavíkurflugvelli með slasaða flugfreyju eftir að vélin hafði lent í ókyrrð yfir Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×