Boðsferðir lækna á fimmta hundrað 3. febrúar 2005 00:01 "Það er ótrúlegt að opinberar stofnanir hafi ekki fylgst með því hversu mikið starfsmenn þeirra ferðast á kostnað hagsmunaaðila," segir Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður um svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn hennar um utanlandsferðir lækna á kostnað lyfjafyrirtækja. Í svarinu kemur fram að íslenskir læknar fóru í 469 utanlandsferðir sem lyfjafyrirtæki greiddu fyrir. Þessar tölur byggja á könnun sem Lyfjastofnun gerði á meðal lyfjafyrirtækja, en í svari heilbrigðisráðherra segir að fæstar heilbrigðisstofnanir hefðu áreiðanlegar upplýsingar um utanlandsferðir lækna sem stofnunin hefði ekki kostað. Aðeins fengust upplýsingar um fjölda ferða, ekki hversu margir læknar fóru í þær. Þá er tekið fram að þetta séu lágmarkstölur þar sem könnunin var gerð fyrir árslok og eitt lyfjafyrirtæki svaraði ekki fyrirspurninni. Ásta segir það umhugsunarvert hversu mikið sé um að læknar ferðist á vegum fyrirtækja. "Það fer að meðaltali einn, ef ekki tveir, á dag í slíkar ferðir á hverju ári og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt. "Það verður að viðurkennast að þar til nýlega höfum við ekki haft áreiðanlega skráningu á þessu," segir Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss. Læknar Landspítalans fóru í 289 ferðir í boði lyfjafyrirtækja í fyrra, en rúmlega fimm hundruð læknar starfa á spítalanum. Jóhann bendir á að í ágúst í fyrra hafi Landspítalinn sett reglur um samskipti lækna og söluaðila og fleiri reglur séu í farvatninu. "Það er viðhorf sumra lækna að það komi vinnuveitandanum ekki við hvað þeir geri í sínum frítíma, en okkar skoðun er að það sé ástæða til að vera á varðbergi gagnvart viðskiptamönnum spítalans. Í smíðum eru reglur um risnu starfsmanna spítalans, gjafir, kostun ferðalaga og ráðstefnugjalda." Jóhannes segir að sér sé ekki kunnugt um að formlegar reglur um þessi mál séu í gildi á öðrum heilbrigðisstofnunum en minnir á samkomulag Læknafélags Íslands og lyfjafyrirtækja sem sé í svipuðum anda og reglur Landspítalans um samskipti lækna og söluaðila. Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
"Það er ótrúlegt að opinberar stofnanir hafi ekki fylgst með því hversu mikið starfsmenn þeirra ferðast á kostnað hagsmunaaðila," segir Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður um svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn hennar um utanlandsferðir lækna á kostnað lyfjafyrirtækja. Í svarinu kemur fram að íslenskir læknar fóru í 469 utanlandsferðir sem lyfjafyrirtæki greiddu fyrir. Þessar tölur byggja á könnun sem Lyfjastofnun gerði á meðal lyfjafyrirtækja, en í svari heilbrigðisráðherra segir að fæstar heilbrigðisstofnanir hefðu áreiðanlegar upplýsingar um utanlandsferðir lækna sem stofnunin hefði ekki kostað. Aðeins fengust upplýsingar um fjölda ferða, ekki hversu margir læknar fóru í þær. Þá er tekið fram að þetta séu lágmarkstölur þar sem könnunin var gerð fyrir árslok og eitt lyfjafyrirtæki svaraði ekki fyrirspurninni. Ásta segir það umhugsunarvert hversu mikið sé um að læknar ferðist á vegum fyrirtækja. "Það fer að meðaltali einn, ef ekki tveir, á dag í slíkar ferðir á hverju ári og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt. "Það verður að viðurkennast að þar til nýlega höfum við ekki haft áreiðanlega skráningu á þessu," segir Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss. Læknar Landspítalans fóru í 289 ferðir í boði lyfjafyrirtækja í fyrra, en rúmlega fimm hundruð læknar starfa á spítalanum. Jóhann bendir á að í ágúst í fyrra hafi Landspítalinn sett reglur um samskipti lækna og söluaðila og fleiri reglur séu í farvatninu. "Það er viðhorf sumra lækna að það komi vinnuveitandanum ekki við hvað þeir geri í sínum frítíma, en okkar skoðun er að það sé ástæða til að vera á varðbergi gagnvart viðskiptamönnum spítalans. Í smíðum eru reglur um risnu starfsmanna spítalans, gjafir, kostun ferðalaga og ráðstefnugjalda." Jóhannes segir að sér sé ekki kunnugt um að formlegar reglur um þessi mál séu í gildi á öðrum heilbrigðisstofnunum en minnir á samkomulag Læknafélags Íslands og lyfjafyrirtækja sem sé í svipuðum anda og reglur Landspítalans um samskipti lækna og söluaðila.
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira