Erlent

Fimm létust í tilræði í strætó

Maður hóf skothríð í strætisvagni í arabíska bænum Sfaram í Ísrael í gær með þeim afleiðingum að fjórir arabar féllu. Við það æstist múgurinn svo að hann drap manninn. Talið er að maðurinn hafi viljað mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi gyðinga frá Gasasvæðinu og hluta Vesturbakkans. Öfgamenn í hópi landnema hafa á undanförnum mánuðum reynt að koma í veg fyrir fyrirhugaða rýmingu gyðingabyggða á Gasasvæðinu. Óttast er að þetta mál muni leiða til enn frekari ofbeldisverka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×