Erlent

Tugþúsundir manna sýna Gotovina stuðning

Tugþúsundir manna hafa safnast saman á götum úti í Króatíu til þess að sína meinta stríðsglæpamanninum Ante Gotovina stuðning. Hann var í gærmorgun fluttur með spænskri herflugvél áleiðis til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Á sumum skiltanna sem mótmælendurnir bera stendur að Gotovina sé hetja sem hafi varið þjóð sína. Gotovina er ákærður fyrir þjóðernishreinsanir og fjöldamorð á Serbum í stríðinu á Balkanskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×