Erlent

Sjö lifðu en hundrað létust

Sjö manns björguðust en 103 fórust þegar nígerísk farþegaþota hrapaði til jarðar í gær. Vélin var aðflugi að flugvelli í borginni Port Harcourt, sem er sunnantil í Nígeríu.

"Hér eru lík út um allt," sagði starfsmaður flugvallarins. Hann sagði að flugvélin hafi sundrast og mörg líkin væru svo illa brunnin að ómögulegt væri að bera kennsl á þau. Sjö manns reyndust vera á lífi og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Ekki er vitað um orsakir slyssins en undanfarið hefur það nokkrum sinnum gerst í Nígeríu að flugvélar hafi ekki hitt á flugbrautir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×