Erlent

Tíu sækja um hæli í Svíþjóð

Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Kaída hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Svíþjóð. Þetta eru bæði almennir félagar og menn sem sagðir eru hafa borið ábyrgð á þjálfunarbúðum al-Kaída í Afganistan.

Þetta kom fram í sænska dagblaðinu Expressen í gær. Þegar talibanastjórninni var steypt af stóli árið 2001 flúðu þúsundir liðsmanna al-Kaída til landamæranna milli Afganistan og Pakistan eða til annarra landa. Um tíu þeirra hafa flúið til Svíþjóðar og eru þeir flestir frá löndum Norður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×