Erlent

Auglýsir eftir samísku sæði

Sæðibankinn í Noregi auglýsir eftir gjafasæði úr Sömum. Forstöðumaður bankans segir að 15 til 20 prósent sæðisþega séu af samískum uppruna og það sé eðlilegt að gefa sæðisþegum kost á því að fá sæði af sama kynstofni.

Norska blaðið VG sagði að Nils ­Math­is­ Buljo, formaður Félags piparsveina, hefði brugðist glaður við auglýsingunni og talið víst að félagsmenn, sem eru um 40 talsins, væru til í að fjölmenna til Tromsö eða Oslóar til að gefa sæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×