Erlent

Skildu duflið eftir á bryggju

Tundurdufl. Sænsku sjómennirnir sáu ekkert athugavert að skilja tundurdufl eftir á bryggjunni í Gautaborg.
Tundurdufl. Sænsku sjómennirnir sáu ekkert athugavert að skilja tundurdufl eftir á bryggjunni í Gautaborg.

Sænska lögreglan lokaði fyrir umferð um hafnarsvæðið og nágrenni í miðborg Gautaborgar í nokkra klukkutíma fyrir helgi eftir að tundurdufl uppgötvaðist á hafnarbakkanum.

Í ljós kom að bátur hafði fengið duflið í netin þar sem hann var á veiðum úti fyrir ströndum Svíþjóðar. Skipverjar héldu fyrst að það væri olíutunna og gerðu sér enga grein fyrir hættunni. Í fyrradag var svo farið með duflið út á sjó á ný og það sprengt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×