Erlent

Reykurinn skyggði á sólina

Grái reykurinn. Brynhildur sá sólina hverfa á bak við gráan olíureykinn í London í gær.
Grái reykurinn. Brynhildur sá sólina hverfa á bak við gráan olíureykinn í London í gær.

Brynhildur Birgisdóttir kvikmyndaframleiðandi býr í Hackney-hverfinu í austurhluta London og sá þykkan reykjar­mökk leggja yfir borgina í gær.

"Það var sól og blíða en svo sá maður allt einu þegar grái reykurinn var að koma yfir. Ég og vinkona mín litum upp og sáum hvernig olíureykurinn kom upp," segir Brynhildur, sem varð ekki vör við sprengingarnar í olíubirgðastöðinni. Hún segir að vond mengunarlykt hafi verið í borginni en þó hafi hún ekki átt erfitt með að anda loftinu að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×