Erlent

Tólf handteknir

Ólátabelgir. Margir mótmælendanna höfðu áfengi um hönd á Conulla-strönd, þar á meðal þessi sem ætlaði að kasta bjórflösku í lögreglumann.
Ólátabelgir. Margir mótmælendanna höfðu áfengi um hönd á Conulla-strönd, þar á meðal þessi sem ætlaði að kasta bjórflösku í lögreglumann.

Þúsundir hvítra ungmenna efndu til mótmæla í Sydney í Ástralíu í gær og þurfti lögreglan að hafa hendur í hári þó nokkurra ólátabelga. Mótmælin áttu sér stað á ströndinni Cronulla og höfðu mótmælendurnir flestir áfengi um hönd.

Hrópuðu þeir ókvæðisorð gegn öðrum kynþáttum og réðust á fólk af mið-austurlenskum uppruna. Að minnsta kosti tólf voru handteknir fyrir líkamsárásir og ­eigna­spjöll.­




Fleiri fréttir

Sjá meira


×