Erlent

Pólland helsta miðstöðin

Aleksander Kwasniewski fráfarandi Póllandsforseti segir engin leynifangelsi í landinu.
Aleksander Kwasniewski fráfarandi Póllandsforseti segir engin leynifangelsi í landinu.

Pólland var aðalmiðstöð leynifangelsa CIA í Evrópu, þar sem meintir hryðjuverkamenn voru hafðir í haldi á laun. Þetta fullyrti talsmaður Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch) í gær. Talsmenn pólskra stjórnvalda halda hins vegar fast við að hafa hvergi komið við sögu.

Marc Garlasco, reyndur hernaðarmálasérfræðingur Mannréttindavaktarinnar, tjáði pólska dagblaðinu Gazeta Wyborcza að samtökin hefðu undir höndum gögn sem staðfestu það sem þau segðu um hlut Póllands í málinu.

Gögnin sýndu einnig að Rúmenía hefði þjónað sem eins konar skiptistöð fyrir leynilega fangaflutninga CIA. "Í Póllandi voru aðalyfirheyrslustöðvarnar og Rúmenía var meira eins og skiptistöð," hefur blaðið eftir Garlasco.

"Þetta er það sem heimildarmenn okkar innan CIA tjá okkur og það sem við lesum út úr gögnum sem við höfum komist yfir." Fyrr í vikunni fullyrti Aleksander Kwasniewski, fráfarandi Póllandsforseti, að það væru "engin slík fangelsi eða fangar á pólskri grundu". Áður hafði hann sagt að svo hefði aldrei verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×