Erlent

Þota rann út af brautinni

Rakst á bíla. Boeing 737-þota Southwest-flugfélagsins á slysstað í gær. Í bakgrunni sést önnur sams konar þota svífa inn til lendingar.
Rakst á bíla. Boeing 737-þota Southwest-flugfélagsins á slysstað í gær. Í bakgrunni sést önnur sams konar þota svífa inn til lendingar.

Boeing 737-þota í innanlandsflugi í Bandaríkjunum skautaði út af flugbraut er hún lenti á snævi þöktum Midway-flugvellinum í Chicago í fyrrakvöld. Flugvélin fór í gegnum flugvallargirðinguna og út á þjóðveg með þeim afleiðingum að sex ára gamall drengur dó, en hann var farþegi í bíl sem þotan skall á.

Um borð voru 103 en aðeins tveir farþegar urðu fyrir meiðslum og voru þau ekki alvarleg. Þotan rakst á tvo bíla en í þeim voru alls níu manns. Auk drengsins sem dó hlutu hinir átta mismikil meiðsl; tveir fullorðnir og tvö börn lágu enn á gjörgæslu í gær. Snjóruðningstæki og ísingarvarnir á flugvellinum höfðu ekki undan er snjó kyngdi niður á fimmtudag. Yfir daginn féll þar átján cm jafnfallinn snjór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×