Innlent

Ný starfsstöð tekin í notkun

Starfsstöðin vígð
Starfsstöðin vígð

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók í gær í notkun starfsstöð, sem starfrækt verður á vegum Heilsugæslunnar, fyrir fólk með geðraskanir.

Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi sem mun starfa á stöðinni, segir að starfsemi stöðvarinnar eigi að stuðla að aukinni þjónustu við fólk með geðraskanir. Markmiðið er að aðstandendur, sjúklingar og vinir geti hist á starfsstöðinni og deilt sameiginlegri reynslu sinni. Þannig verður reynt að fyrirbyggja félagslega einangrun sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×