Innlent

Hafa borgað 700 þúsund fyrir akstur

Skólalóð í Garðabæ. Börnum var ekið úr Ásahverfi og Sjálandshverfi í og úr Sjálandsskóla í átta vikur í haust.
Skólalóð í Garðabæ. Börnum var ekið úr Ásahverfi og Sjálandshverfi í og úr Sjálandsskóla í átta vikur í haust.

Bæjaryfirvöld í Garðabæ létu aka 20-40 börnum í Ásahverfi og Sjálandshverfi í Sjálandsskóla í átta vikur í haust. Kostnaðurinn við rútuna nam um 90 þúsund krónum á viku og leggst sá kostnaður á bæjarsjóð eða rúmlega 700 þúsund krónur.

Oddný Eyjólfsdóttir grunnskólafulltrúi segir að ákveðið hafi verið að aka börnunum í skólann vegna þess að verktakinn hafi ekki verið búinn að ljúka við upphækkaða gönguleið í skólann. Henni hafi átt að vera lokið um miðjan ágúst. Eiríkur Bjarnason bæjarverkfræðingur segir að verktakinn hafi ekki haft neina slíka skuldbindingu. Erfitt sé að fólk í verk og verktakinn hafi gengið í þetta verk um leið og hann hafi getað.

Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla, segir að skólayfirvöld vilji að börnin gangi í skólann en meðan tryggar gangbrautir hafi ekki verið fyrir hendi hafi börnunum verið ekið hafi þau viljað það. Önnur börn hafi viljað hjóla eða ganga í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×