Innlent

Rannsóknarstofa rýmd

Actavis í Hafnarfirði
Actavis í Hafnarfirði

Rýma varð rannsóknarstofu í lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði um klukkan eitt í gær dag eftir að sprunga kom á flösku með efnaúrgangi og léku þá gufur með efninu Etyleter lausum hala. Að sögn fulltrúa slökkviliðsins var ekki vitað strax frá upphafi um hvaða efni væri að ræða og var því viðbúnaður settur á hæsta stig.

Efnakafarar fóru inn í salinn og hreinsuðu efnið með því að strá öðru efni um sem drekkur Etyleter í sig og svo var því efni sópað burt. Engum varð meint af volkinu og um klukkan þrjú gátu starfsmenn svo horfið til starfa í rannsóknarstofunni á nýjan leik.

Eld- og sprengihætta stafar af Etyleter sé það í miklum mæli en það er hættulítið í því magni sem það var í gær segir fulltrúi slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×