Innlent

Undirbýr útibú hér á landi

Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy hefur hafið undirbúning að stofnun útibús hér á landi. Forstjóri fyrirtækisins, Charles Ezedi, staðfestir þetta. Hann segist vita af þeim vanda sem starfsmannaleigur hafa valdið stjórnvöldum hér og segist tilbúinn að hjálpa til við að vinna úr þeim vanda.

Ezedi var hér á landi í vikunni þar sem hann leitaði sér upplýsinga, meðal annars hjá félagsmálaráðuneytinu. Inter-Galaxy er alþjóðleg starfsmannaleiga sem hefur starfað frá árinu 1997. Stór hluti starfsmanna Inter-Galaxy er frá Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×