Menningarsamstarf farið undir hnífinn 27. október 2005 06:15 Norræna húsið. Norrænu húsin á Íslandi, Færeyjum og víðar fara ekki undir hnífinn. Mennta- og menningarmálaráðherrar Norðurlanda hafa staðfest ákvörðun sína frá því um miðjan júní um endurskipulagningu í samstarfi Norðurlandanna á sviði mennta- og menningarmála. Tillagan var samþykkt á fundi mennta- og menningarmálaráðherranna á Norðurlandaráðsfundinum í gær. Breytingunum er ætlað að leiða til aukinnar skilvirkni og sveigjanleika í samstarfinu og verður fé sem sparast notað til að styrkja ný og afmörkuð eða tímabundin verkefni í þágu allra aðildarþjóðanna. Níu af tuttugu nefndum og stofnunum í menningarsamstarfinu verða lagðar niður en sambærilegri starfsemi verður þó haldið áfram innan nýja skipulagsins. Samkvæmt samþykktinni verður blaðamannaskóli Norðurlandaráðs í Árósum lagður niður sem og myndlista-, tónlistar- og bókmenntastofnanir. Einnig verður Norræna safnanefndin lögð niður. Lögð verður niður samstarfsnefnd á sviði menningar og fjölmiðlunar, nefnd sem fjallað hefur um barna- og unglingamenningu sem og ráð sem skipulagt hefur norræna menningarviðburði utan Norðurlandanna. Menningarsjóður Norðurlanda, Kvikmyndasjóður Norðurlanda og norrænu húsin á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og í Helsinki halda velli. Menningarmálaráðherrarnir ákváðu einnig stefnumið fyrir þær tvær áætlanir sem fyrst verður hrint í framkvæmd á næsta ári í samræmi við nýtt skipulag. Önnur nær til ferðastyrkja og gestaíbúða fyrir listamenn. Hin tillagan fjallar um að þróa tölvuleiki fyrir börn og unglinga. Með nýju skipulagi samstarfs á sviði menningarmála er ætlunin að ábyrgð viðkomandi ráðherra og ráðuneyta verði skýrari en áður. Nýtt skipulag fyrir menningarsamstarfið tekur að fullu gildi á árinu 2007. Norðurlandaráð áætlar að verja um 1,5 milljörðum króna til menningar- og menntamála á næsta ári. johannh@frettabladid.is Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherrar Norðurlanda hafa staðfest ákvörðun sína frá því um miðjan júní um endurskipulagningu í samstarfi Norðurlandanna á sviði mennta- og menningarmála. Tillagan var samþykkt á fundi mennta- og menningarmálaráðherranna á Norðurlandaráðsfundinum í gær. Breytingunum er ætlað að leiða til aukinnar skilvirkni og sveigjanleika í samstarfinu og verður fé sem sparast notað til að styrkja ný og afmörkuð eða tímabundin verkefni í þágu allra aðildarþjóðanna. Níu af tuttugu nefndum og stofnunum í menningarsamstarfinu verða lagðar niður en sambærilegri starfsemi verður þó haldið áfram innan nýja skipulagsins. Samkvæmt samþykktinni verður blaðamannaskóli Norðurlandaráðs í Árósum lagður niður sem og myndlista-, tónlistar- og bókmenntastofnanir. Einnig verður Norræna safnanefndin lögð niður. Lögð verður niður samstarfsnefnd á sviði menningar og fjölmiðlunar, nefnd sem fjallað hefur um barna- og unglingamenningu sem og ráð sem skipulagt hefur norræna menningarviðburði utan Norðurlandanna. Menningarsjóður Norðurlanda, Kvikmyndasjóður Norðurlanda og norrænu húsin á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og í Helsinki halda velli. Menningarmálaráðherrarnir ákváðu einnig stefnumið fyrir þær tvær áætlanir sem fyrst verður hrint í framkvæmd á næsta ári í samræmi við nýtt skipulag. Önnur nær til ferðastyrkja og gestaíbúða fyrir listamenn. Hin tillagan fjallar um að þróa tölvuleiki fyrir börn og unglinga. Með nýju skipulagi samstarfs á sviði menningarmála er ætlunin að ábyrgð viðkomandi ráðherra og ráðuneyta verði skýrari en áður. Nýtt skipulag fyrir menningarsamstarfið tekur að fullu gildi á árinu 2007. Norðurlandaráð áætlar að verja um 1,5 milljörðum króna til menningar- og menntamála á næsta ári. johannh@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira