Erlent

Létust af völdum eitraðs ávaxtar

Að minnsta kosti 27 börn á Filippseyjum létust úr matareitrun í morgun og önnur eitt hundrað liggja fárveik á sjúkrahúsi. Börnin urðu veik eftir að hafa borðað djúpsteiktan hitabeltisávöxt sem líkist ananas og kallast cassava í skólanum. Rætur þessarar plöntu eru auðugar af prótínum og vítamínum en geta verið eitraðar ef þær eru ekki matreiddar á réttan hátt eða ef þær eru borðaðar hráar. Þá býr líkaminn til blásýru úr ákveðnum efnum plöntunnar og svo virðist sem sú hafi verið raunin í þessu tilviki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×