Erlent

Ráðist á skipulagsráðherra Íraks

Skotið var á bílalest skipulagsmálaráðherra Íraks, Mehdi al-Hafidh, í dag. Einn lífvarða hans lét lífið í árásinni samkvæmt upplýsingum Reuters-fréttastofunnar en ráðherrann slapp ómeiddur. Uppreisnarmenn hafa ítrekað ráðist á embættismenn í Írak, en fyrr í vikunni var háttsettur lögreglumaður í innaríkisráðuneyti Íraks drepinn og hefur al-Qaida hópur Abus Musabs al-Zarqawis í landinu lýst yfir ábyrgð á því tilræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×