Hernaðurinn gegn landinu 15. júlí 2005 00:01 Á sama tíma og básúnað er út um heim að Ísland sé sérstaklega sjálfbært og umhverfisvænt land stundum við stórbrotin náttúruspjöll og bjóðum helstu umhverfissóða heims velkomna hingað með verksmiðjur og stríðstól. Stærst í sniðum er eyðilegging hafsbotnsins með botnvörpum verksmiðjuskipa og svo auðvitað stóriðjuæðið og Kárahnúkastórslysið. Nú bætist við stríðsmyndartaka og er þá röðin komin að náttúruperlum á Suðurnesjum. Í stað uppistöðulóna og stíflumannvirkja koma sprengigígar og manngerðar risa-sandöldur. Umhverfisyfirvöld í Hafnarfirði mölduðu í móinn vegna eyðileggingar í Krýsuvík en ekkert heyðrist frá yfirvöldum í Reykjanesbæ annað en ánægjumal þegar loka á Stóru-Sandvík fyrir almenningi og leggja hana í rúst. Allt mun þetta vera gert með velsignelsi Umhverfisstofnunar og jafnvel Landgræðslunnar. Nokkur hluti Suðurnesja er þegar skemmdur vegna starfsemi Bandaríkjahers. T.d. verður svæði við Snorrastaðatjarnir, helstu náttúruperlu okkar Vogabúa, hættulegt gangandi fólki um ókomin ár vegna fjölda ósprunginna sprengja sem þar leynast í jörð og illgerlegt er að hreinsa svo öruggt sé. Umdeilt er hvort landsvæði í Reykjanesbæ sem herinn er að skila sé byggilegt sökum mengunar. Þó er allt þetta smátt í sniðum miðað við náttúruskemmdir vegna hernaðar um alla Jörð og þann mannlega harmleik sem morðingjar heimsins valda hvern dag. Við megum þakka fyrir að hér hefur ekki verið háð mannskæð orusta síðan á Sturlungaöld, en við misstum reyndar marga vaska sjómenn í heimsstyrjöldunum. Harðstjórar um heim allan þurfa að fegra ímynd hernaðar og breiða yfir óhugnaðinn. Þar gegna vinsælar stríðsmyndir miklu hlutverki. Nú er kúrekahetjan Clint Eastwood að koma til okkar fagra lands til að upphefja viðbjóðslega slátrun þúsunda manna sem átti sér stað á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima við lok síðari heimsstyrjaldar. Nái sú mynd vinsældum dugar hún e.t.v. til að slá á vaxandi mótmæli gegn hernaði Bandaríkjanna í Írak og draga ógnaröldina þar á langinn. Það þarf engum að koma á óvart að Halldór og Davíð og helstu liðsmenn þeirra vilji leggja þar sitt af mörkum. En hvað um okkur hin? Eigum við að láta sem ekkert sé? Ég þekki Stóru-Sandvík vel. Þar háir melgresi harða glímu við óblíð náttúruöfl og hefur haft betur til þessa. Þar sameinast svartur sandur, blágrátt úthafið með hvítfreyðandi öldum, grænir melgresishólar og fuglager við grunnt vatnið fjær sjónum. Þessi staður blasir nú við ferðamönnum sem stoppa þar skammt frá til að skoða "brúna milli heimsálfa". Í Sandvík höfum við fjölskyldan átt ánægjustundir í landslagi sem er sérstakt á heimsvísu. Því ríkir sorg á mínu heimili þessa dagana. Þótt mikil hreyfing sé á sandinum í Stóru-Sandvík er eins víst að það taki náttúruna áratugi að græða sárin sem þar verða unnin. Náttúruvernd - Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og básúnað er út um heim að Ísland sé sérstaklega sjálfbært og umhverfisvænt land stundum við stórbrotin náttúruspjöll og bjóðum helstu umhverfissóða heims velkomna hingað með verksmiðjur og stríðstól. Stærst í sniðum er eyðilegging hafsbotnsins með botnvörpum verksmiðjuskipa og svo auðvitað stóriðjuæðið og Kárahnúkastórslysið. Nú bætist við stríðsmyndartaka og er þá röðin komin að náttúruperlum á Suðurnesjum. Í stað uppistöðulóna og stíflumannvirkja koma sprengigígar og manngerðar risa-sandöldur. Umhverfisyfirvöld í Hafnarfirði mölduðu í móinn vegna eyðileggingar í Krýsuvík en ekkert heyðrist frá yfirvöldum í Reykjanesbæ annað en ánægjumal þegar loka á Stóru-Sandvík fyrir almenningi og leggja hana í rúst. Allt mun þetta vera gert með velsignelsi Umhverfisstofnunar og jafnvel Landgræðslunnar. Nokkur hluti Suðurnesja er þegar skemmdur vegna starfsemi Bandaríkjahers. T.d. verður svæði við Snorrastaðatjarnir, helstu náttúruperlu okkar Vogabúa, hættulegt gangandi fólki um ókomin ár vegna fjölda ósprunginna sprengja sem þar leynast í jörð og illgerlegt er að hreinsa svo öruggt sé. Umdeilt er hvort landsvæði í Reykjanesbæ sem herinn er að skila sé byggilegt sökum mengunar. Þó er allt þetta smátt í sniðum miðað við náttúruskemmdir vegna hernaðar um alla Jörð og þann mannlega harmleik sem morðingjar heimsins valda hvern dag. Við megum þakka fyrir að hér hefur ekki verið háð mannskæð orusta síðan á Sturlungaöld, en við misstum reyndar marga vaska sjómenn í heimsstyrjöldunum. Harðstjórar um heim allan þurfa að fegra ímynd hernaðar og breiða yfir óhugnaðinn. Þar gegna vinsælar stríðsmyndir miklu hlutverki. Nú er kúrekahetjan Clint Eastwood að koma til okkar fagra lands til að upphefja viðbjóðslega slátrun þúsunda manna sem átti sér stað á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima við lok síðari heimsstyrjaldar. Nái sú mynd vinsældum dugar hún e.t.v. til að slá á vaxandi mótmæli gegn hernaði Bandaríkjanna í Írak og draga ógnaröldina þar á langinn. Það þarf engum að koma á óvart að Halldór og Davíð og helstu liðsmenn þeirra vilji leggja þar sitt af mörkum. En hvað um okkur hin? Eigum við að láta sem ekkert sé? Ég þekki Stóru-Sandvík vel. Þar háir melgresi harða glímu við óblíð náttúruöfl og hefur haft betur til þessa. Þar sameinast svartur sandur, blágrátt úthafið með hvítfreyðandi öldum, grænir melgresishólar og fuglager við grunnt vatnið fjær sjónum. Þessi staður blasir nú við ferðamönnum sem stoppa þar skammt frá til að skoða "brúna milli heimsálfa". Í Sandvík höfum við fjölskyldan átt ánægjustundir í landslagi sem er sérstakt á heimsvísu. Því ríkir sorg á mínu heimili þessa dagana. Þótt mikil hreyfing sé á sandinum í Stóru-Sandvík er eins víst að það taki náttúruna áratugi að græða sárin sem þar verða unnin. Náttúruvernd - Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun