Innlent

Ungir góðgerðarmenn

Þau Nanna Lilja Aðils og Úlfar Snær Guðmundsson láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálunum en þau voru með tombólu til styrkatar Rauða kross Íslands í Lágmúlanum í gær. "Það gengur bara rosalega vel," segir Nanna. Þó segja þau viðtökur fólks vera misjafnar. "Sumir labba bara í burtu eins og að við séum ekki til þó við köllum til þeirra, það finnst okkur bara vera ókurteisi," segir Úlfar en þó hafa þau einnig betri sögur að segja. "Einn kom og gaf fimmhundruðkall, fór svo inn að versla og kom út aftur og gaf okkur þá meira," segir Nanna sem og áréttir að allt fari til Rauða krossins, meira að segja það sem þeim var gefið persónulega. Þau segjast vera himinlifandi með það að getað veitt þeim sem minna mega sín hjálparhönd en tombóluhaldararnir fá líka eitthvað fyrir sinn snúð. "Við fáum að fara í bíó eftir að við erum búin með tómbóluna," segir Úlfar og þau takast öll á loft. Hver hlutur kostaði hundrað krónur og gat blaðamaður ekki betur séð en hægt væri að gera kosta kaup á tombólunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×