Sport

Líklega krossbandsslit hjá Sigurði

Knattspyrnumaðurinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hjá ÍA er að öllum líkindum með slitið krossband í vinstra hné. Hann meiddist á æfingu Skagamanna í fyrradag. Sigurður skoraði fimm mörk í lokaleikjum ÍA. Hann fer í ómskoðun í dag eða á morgun og þá kemur endanlega í ljós alvarleiki meiðslanna en Sigurður sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar í morgun að það væru 90 prósent líkur á því að þetta væri krossbandsslit. Sigurður Ragnar sagðist enn fremur líklega leggja skóna á hilluna ef meiðlin væru þau sem læknir sagði honum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×