Flokkarnir fá 295 milljónir 11. maí 2005 00:01 Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira