Innlent

14 skip fá að veiða í lögsögunni

Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 14 skip frá löndum Evrópusambandsins til að veiða í íslenskri lögsögu. Níu skipanna koma frá Þýskalandi og fimm frá Bretlandi. Veiðar skipanna hefjast 1. júlí en einungis fimm skip mega stunda veiðarnar á sama tíma innan lögsögunnar. Skipin hafa heimild til að veiða 3000 lestir af karfa. Í fyrra nam afli þýsku skipanna tæpum 900 tonnum og þeirra bresku rúmum 1500 tonnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×