Eyjamenn í toppsætið 29. ágúst 2004 00:01 Eyjamenn komu sér á toppinn í Landsbankadeild karla með sannfærandi sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-0 þar sem Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Tvö mörk úr aukaspyrnu "Þetta lá fyrir mér í dag og það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri á að skora þrennu svo maður lét nokkur skot vaða undir lokin," sagði Bjarnólfur, sem kom ÍBV yfir á 18. mínútu leiksins með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu. Martin Tranicik, markvörður Víkings, hlýtur að velta fyrir sér hvort hann hefði ekki getað gert betur enda hreyfði hann sig ekki á línunni þegar boltinn söng í netinu. Hvorugt liðið var að skapa sér færi og vakti kannski sérstaklega athygli hversu lítið fór fyrir nýjasta atvinnumanni okkar Íslendinga, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, sem lék kveðjuleik sinn á Hásteinsvelli um helgina. Engu líkara var en að strákurinn væri kominn hálfa leið til Svíþjóðar en hann átti aðeins eitt hálffæri áður en honum var skipt út af á 88. mínútu. Víkingar náðu lítið að skapa sér með Jermaine Palmer einan í fremstu víglínu. Þó átti besti leikmaður liðsins, Viktor Bjarni Arnarsson, ágæta spretti á hægri kantinum en komst ekki í gegnum vel skipulagða varnarlínu ÍBV-liðsins. Flautukonsert Í seinni hálfleik var harkan í fyrirrúmi og Gísli Jóhannsson, sem hefur nú átt betri daga á vellinum, var með mikinn flautukonsert og leikurinn fékk lítið að fljóta. Á 58. mínútu má svo segja að Atli Jóhannsson hafi gert út um leikinn þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Eyjamanna. Staðan orðin 2-0 og Sigurður Jónsson, sem var hávær á línunni að vanda, átti engin svör. Bjarnólfur Lárusson gulltryggði svo stigin þrjú með sínu öðru marki og aftur var það úr aukaspyrnu en í þetta skiptið hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Víkingsliðsins. "Það er ekkert hægt að segja eftir svona leik, við vorum bara lélegir," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður Víkings, sem mætti ásamt liði sínu til Eyja á laugardaginn þegar fresta þurfti leiknum þar sem dómararnir urðu veðurtepptir í bænum. "Það að koma deginum fyrr hefði bara átt að vera betra fyrir okkur í undirbúningnum fyrir þennan leik. Við fengum að sofa og hvíla okkur vel fyrir leikinn," sagði Sigursteinn, sem var svekktur en þó ekki búinn að gefa upp alla von. "Við verðum bara að halda áfram, bæta í og gera okkar besta í þessum leikjum sem eru eftir. Þetta er ekkert búið hjá okkur, það eru enn sex stig í pottinum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík Sjá meira
Eyjamenn komu sér á toppinn í Landsbankadeild karla með sannfærandi sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-0 þar sem Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Tvö mörk úr aukaspyrnu "Þetta lá fyrir mér í dag og það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri á að skora þrennu svo maður lét nokkur skot vaða undir lokin," sagði Bjarnólfur, sem kom ÍBV yfir á 18. mínútu leiksins með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu. Martin Tranicik, markvörður Víkings, hlýtur að velta fyrir sér hvort hann hefði ekki getað gert betur enda hreyfði hann sig ekki á línunni þegar boltinn söng í netinu. Hvorugt liðið var að skapa sér færi og vakti kannski sérstaklega athygli hversu lítið fór fyrir nýjasta atvinnumanni okkar Íslendinga, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, sem lék kveðjuleik sinn á Hásteinsvelli um helgina. Engu líkara var en að strákurinn væri kominn hálfa leið til Svíþjóðar en hann átti aðeins eitt hálffæri áður en honum var skipt út af á 88. mínútu. Víkingar náðu lítið að skapa sér með Jermaine Palmer einan í fremstu víglínu. Þó átti besti leikmaður liðsins, Viktor Bjarni Arnarsson, ágæta spretti á hægri kantinum en komst ekki í gegnum vel skipulagða varnarlínu ÍBV-liðsins. Flautukonsert Í seinni hálfleik var harkan í fyrirrúmi og Gísli Jóhannsson, sem hefur nú átt betri daga á vellinum, var með mikinn flautukonsert og leikurinn fékk lítið að fljóta. Á 58. mínútu má svo segja að Atli Jóhannsson hafi gert út um leikinn þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Eyjamanna. Staðan orðin 2-0 og Sigurður Jónsson, sem var hávær á línunni að vanda, átti engin svör. Bjarnólfur Lárusson gulltryggði svo stigin þrjú með sínu öðru marki og aftur var það úr aukaspyrnu en í þetta skiptið hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Víkingsliðsins. "Það er ekkert hægt að segja eftir svona leik, við vorum bara lélegir," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður Víkings, sem mætti ásamt liði sínu til Eyja á laugardaginn þegar fresta þurfti leiknum þar sem dómararnir urðu veðurtepptir í bænum. "Það að koma deginum fyrr hefði bara átt að vera betra fyrir okkur í undirbúningnum fyrir þennan leik. Við fengum að sofa og hvíla okkur vel fyrir leikinn," sagði Sigursteinn, sem var svekktur en þó ekki búinn að gefa upp alla von. "Við verðum bara að halda áfram, bæta í og gera okkar besta í þessum leikjum sem eru eftir. Þetta er ekkert búið hjá okkur, það eru enn sex stig í pottinum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn