Sport

Ferguson vill svör

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill komst til botns í "súpumálinu" fræga sem átti sér stað eftir leik United gegn Arsenal um síðustu helgi. Ferguson telur Arsenal ekki hafa gert nægilega mikið hvað rannsókn málsins varðar. "Við höfum orðið fyrir miklum vonbriðgum með viðbrögð Arsenal, en við erum með okkar eigin rannsókn í gangi", sagði Ferguson og bætti við að United hefði viðað að sér miklum upplýsingum um málið, meðal annars skýrslum frá sjónarvottum. "Við munum síðan senda þessar upplýsingar til knattspyrnusambandsins, sem ákveður framhald málsins", bætti Ferguson við. Arsene Wenger fagnaði þessu aðgerðum United-manna. "Þetta er nákvæmlega það sem þeir (United) ættu að gera. Fyrir mér gerðist ekkert. Við horfum fram á veginn, ekki aftur. Það sem skiptir mig máli er það sem gerist innan vallar og hvernig menn hegða sér þar".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×