Erlent

Tugir létust í bílslysum

Á annað hundrað manns létust eða slösuðust í umferðarslysum á Spáni frá síðasta föstudegi og fram að miðnætti aðfaranætur miðvikudags. Helgin er ein af mestu ferðahelgum ársins en á þriðjudag minntust Spánverjar þess að Kristófer Kólumbus fann Ameríku og héldu hátíðlegan dag jómfrúarinnar af Pilar. Alls létust 64 í 48 bílslysum frá föstudegi til þriðjudags, 55 til viðbótar slösuðust. Dánartalan var litlu lægri á sama tímabili í fyrra, þá létust 58.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×