Innlent

Gatnagerð og lokanir í Hafnarfirði

Í vikunni átti að hefjast steypuvinna við brúargólf í Lækjargötu í Hafnarfirði. Á mótum Lækjargötu og Hringbrautar er unnið að gerð hringtorgs, auk lagningar regnvatnslagna frá hringtorginu að Ljósutröð. Umferð á aftur að vera komin á Lækjargötuna með hringtorgi um 29. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu frá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að hluta Lækjargötu, frá Ljósutröð að tengingum við bensínstöð Esso, verði einnig lokað meðan unnið verður að gerð hringtorgs þar sem gatan mætir Reykjanesbraut. Lækjargata í Hafnarfirði á að vera að fullu opin fyrir umferð þann 6. september. Þá var í gær Hlíðarbergi lokað fyrir umferð til og frá Reykjanesbraut fram til 25. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×