Innlent

Óvissa um rekstrargrundvöll Tetru

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segja óvíst að 250 prósenta hækkun á þjónustugjöldum Tetra Ísland tryggi rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Í bókun í borgarráði eru þjónustugjöld sögð hækka úr 17,5 milljónum á ári í 60,4 milljónir. Vísað er til bókunar fulltrúa sveitarfélaganna fjögurra sem sæti eiga í stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um að Tetra Ísland virðist ekki hafa burði til að veita þjónustu með tryggum hætti. "Því miður virðist hinn nýi viðbótarsamingur sem hækkar greiðslur fyrirtækja borgarinnar til Tetra um 43 milljónir króna á ársgrundvelli ekki tryggja það markmið," segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×