Drukknuðum í súpunni 8. september 2004 00:01 Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í frekar vondum málum eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM. Það var reyndar allt annað að sjá til íslenska liðsins í Búdapest í gær en á Laugardalsvelli um síðustu helgi er við töpuðum fyrir Búlgörum. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu fór liðið tómhent heim og er stigalaust eftir tvo leiki. Það var viðbúið að íslenska liðið lægi aftarlega í leiknum og sækti hratt. Það gerði liðið og gerði vel framan af. Vörnin virkaði örugg og nokkuð líf var í sókninni þar sem fyrirliðinn, Eiður Smári, var ákaflega duglegur að sækja boltann og leita félaga sína uppi. Ungverjar voru daufir og íslenska liðið fékk einu færi fyrri hálfleiks. Markvörður Ungverja, Gabor Kiraly, varði vel frá Eiði Smára á 36. mínútu en hann kom engum vörnum við þrem mínútum síðar þegar Eiður stangaði sendingu Þórðar Guðjónssonar af miklu afli í netið. 1-0 fyrir Ísland í hálfleik og fátt sem benti til annars en að íslenska liðið myndi ná hagstæðum úrslitum. Þórður Guðjónsson var klaufi að koma Íslandi ekki í 2-0 á 49. mínútu er hann komst í dauðafæri. Því miður fór skot hans rétt fram hjá. Ungverjar tóku síðan öll völd í kjölfarið og þeir jöfnuðu metin á 63. mínútu er Zoltan Gera skoraði. Þetta mark var upphafið að æsilegum kafla því Sandor Torghelle kom Ungverjum yfir á 76. mínútu en Indriði Sigurðsson jafnaði um hæl með laglegu marki á 78. mínútu. Það mark reyndist skammgóður vermir því Imre Szabics tryggði Ungverjum sigur á 80. mínútu eftir varnarmistök íslenska liðsins. Landsliðsþjálfararnir þurfa margt að laga ef ekki á hreinlega illa að fara í þessum riðli. Varnarleikurinn virkar alls ekki sannfærandi og Árni Gautur virðist vera í mikilli krísu í markinu. Miðjuspilið hefur ekki verið til staðar í fyrstu tveim leikjunum og spurning hvort landsliðsþjálfararnir séu hreinlega að veðja á rétta hesta í þessum stöðum. Frammi virkar Eiður Smári frekar einmanna og ekki hjálpar til að Heiðar Helguson er fjarri sínu besta. Fram undan er botnslagur á Möltu og miðað við frammistöðuna í fyrstu tveim leikjunum er ljóst að íslenska liðið getur ekki leyft sér að vanmeta Möltumennina. Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í frekar vondum málum eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM. Það var reyndar allt annað að sjá til íslenska liðsins í Búdapest í gær en á Laugardalsvelli um síðustu helgi er við töpuðum fyrir Búlgörum. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu fór liðið tómhent heim og er stigalaust eftir tvo leiki. Það var viðbúið að íslenska liðið lægi aftarlega í leiknum og sækti hratt. Það gerði liðið og gerði vel framan af. Vörnin virkaði örugg og nokkuð líf var í sókninni þar sem fyrirliðinn, Eiður Smári, var ákaflega duglegur að sækja boltann og leita félaga sína uppi. Ungverjar voru daufir og íslenska liðið fékk einu færi fyrri hálfleiks. Markvörður Ungverja, Gabor Kiraly, varði vel frá Eiði Smára á 36. mínútu en hann kom engum vörnum við þrem mínútum síðar þegar Eiður stangaði sendingu Þórðar Guðjónssonar af miklu afli í netið. 1-0 fyrir Ísland í hálfleik og fátt sem benti til annars en að íslenska liðið myndi ná hagstæðum úrslitum. Þórður Guðjónsson var klaufi að koma Íslandi ekki í 2-0 á 49. mínútu er hann komst í dauðafæri. Því miður fór skot hans rétt fram hjá. Ungverjar tóku síðan öll völd í kjölfarið og þeir jöfnuðu metin á 63. mínútu er Zoltan Gera skoraði. Þetta mark var upphafið að æsilegum kafla því Sandor Torghelle kom Ungverjum yfir á 76. mínútu en Indriði Sigurðsson jafnaði um hæl með laglegu marki á 78. mínútu. Það mark reyndist skammgóður vermir því Imre Szabics tryggði Ungverjum sigur á 80. mínútu eftir varnarmistök íslenska liðsins. Landsliðsþjálfararnir þurfa margt að laga ef ekki á hreinlega illa að fara í þessum riðli. Varnarleikurinn virkar alls ekki sannfærandi og Árni Gautur virðist vera í mikilli krísu í markinu. Miðjuspilið hefur ekki verið til staðar í fyrstu tveim leikjunum og spurning hvort landsliðsþjálfararnir séu hreinlega að veðja á rétta hesta í þessum stöðum. Frammi virkar Eiður Smári frekar einmanna og ekki hjálpar til að Heiðar Helguson er fjarri sínu besta. Fram undan er botnslagur á Möltu og miðað við frammistöðuna í fyrstu tveim leikjunum er ljóst að íslenska liðið getur ekki leyft sér að vanmeta Möltumennina.
Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira