Sport

Anna Yakova hætt í handbolta

Anna Yakova, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik kvenna hefur tilkynnt að hún sé hætt í handbolta. Yakova lék undanfarin tvö ár með Eyjastúlkum og átti eitt tímabil eftir af þriggja ára samningi sínum. Yakova var næstmarkahæst á síðasta tímabili og varð íslenskur ríkisborgari síðastliðið vor. Lið frá Austurríki, Makedóníu og Slóveníu, voru á höttunum eftir Yakovu og hafði hún lagt þá hugmynd á borð fyrir ÍBV að hún vildi leita á ný mið. Ekkert liðanna gat reitt af hendi þá upphæð sem að Eyjamenn gátu sætt sig við enda kostaði hún þrjár milljónir á sínum tíma. Að sögn Hlyns Sigmarssonar, formanns handknattleiksdeildar ÍBV, var Yakova orðin þreytt á íþróttinni og því kom ekki á óvart að hún vildi taka sér frí frá handknattleiksiðkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×