Sport

NHL-leikmaður í klandri

Mike Danton, fyrrum leikmaður St. Louis Blues í NHL-deildinni í íshokkíi, stendur frammi fyrir dómsmáli í lok október en honum er gefið að sök að hafa fengið leigumorðingja til að ráða umboðsmanninn sinn af dögum. Umboðsmaðurinn, David Frost, hafði lýst yfir áhyggjum sínum á lauslæti leikmannsins og taldi drykkjusýki hans vera komna á hættulegt stig. Af ótta við að Frost myndi bera forráðamönnum Blues-liðsins söguna, greip Danton til fyrrgreindra ráða. Svo heppilega vildi til að Danton setti sig óvart í samband við tengilið lögreglunnar sem gerði FBI viðvart. Danton lék með St. Louis Blues á síðasta tímabili í NHL. Ekki er gert ráð fyrir að forráðamenn liðsins muni endurnýja samningin við Danton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×