Sport

Jon Dahl semur við AC Mílan

Hinn íslenskættaði Dani, Jon Dahl Tomasson, hefur gert nýjan samning við Ítalíumeistara AC Mílan. Samningurinn sem framherjin og landsliðsmaðurinn gerði gildir til ársins 2009. Hinn 27 ára gamli Jon Dahl, sem kom til félagsins fyrir tveimur árum frá hollenska liðinu Feynoord, skoraði 12 mörk í 26 leikjum síðastliðinn vetur. Óhætt er því að segja að hann hafi gert góða hluti í Mílanó-borg á stuttum tíma og þessi nýi samningur undirstrikar það hressilega og að hann sé orðinn einn besti framherji heims.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×