Sport

Skörð höggvin í þýska landsliðið

Gríðarlega stórt skarð hefur verið höggvið í þýska handknattleikslandsliðið en á dögunum tilkynntu þeir Stefan Kretzschmar og Cristian Schwarzer að þeir hefðu lokið keppni endanlega með landsliðinu. Þýska landsliðið, sem er núverandi Evrópumeistari, varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum eftir tap gegn Heimsmeisturum Króata. Þrátt fyrir mikla breidd þar á bæ má þýska liðið illa við að missa tvo svona rosalega öfluga leikmenn á einu bretti en Heiner Brand, þjálfari liðsins, lumar þó eflaust á einhverjum trompum uppi í erminni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×