Sport

Arnar og Arnar saman á miðjunni

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A landsliðs karla, gerðu tvær breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Ungverjum í undankeppni HM 2006 í Búdapest í kvöld.  Arnar Þór Viðarsson kemur inn í liðið í stað Brynjars Björns Gunnarssonar, sem er í leikbanni, og Jóhannes Karl Guðjónsson kemur í stað Gylfa Einarssonar. Leikurinn hefst kl. 19:15 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn. Lið Íslands er þannig skipað (3-5-2):  Árni Gautur Arason Kristján Örn Sigurðsson -  Ólafur Örn Bjarnason - Hermann Hreiðarsson Þórður Guðjónsson Arnar Þór Viðarsson - Arnar Grétarsson  Jóhannes Karl Guðjónsson - Indriði Sigurðsson  Heiðar Helguson - Eiður Smári Guðjohnsen  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×