Þjóðaratkvæði í stjórnarskrá 2. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin - dr. Jóhann M. Hauksson Nýlega hefur sannast að það er eðlilegt að þjóðin fái að taka endanlega ákvörðun í mikilvægum málum. Þrátt fyrir það hefur fjölmiðlamálið sýnt greinilega að núverandi málskotsréttur er ófullnægjandi. Í fyrsta lagi er óásættanlegt að stjórnvöld geti tekið ýmsar ákvarðanir án þess að þjóðin hafi nokkra möguleika á að hafa hönd í bagga. Það á við um þær ákvarðanir sem hefðu afdrifaríkar afleiðingar. Í því sambandi má hugsa til stofnunar hers, sem óhjákvæmilega mundi kosta landsmenn miklar fúlgur, eða inngöngu í ESB sem hefði gríðarleg áhrif á stjórn landsins (en um það yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þó að breyta þyrfti stjórnarskránni ef Ísland gengi í ESB). Einnig virðist óásættanlegt að valdamenn taki mjög óeðlilegar ákvarðanir án þess að þjóðin fái nokkuð um það sagt. Hér verður manni strax hugsað til fjölmiðlalaganna, svo ekki sé talað um það ef stjórnvöld ætluðu að brjóta upp fyrirtæki sem þeim væri illa við ("markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði" eins og Halldór Ásgrímsson kallar það, í Viðskiptablaðinu 7. maí 2004). Þá hefur þetta mál sýnt að óásættanlegt er að komið sé undir einum manni, forsetanum, hvort þjóðin er spurð álits varðandi slík mál. Þegar hann er kosinn vita kjósendur einfaldlega ekki hvort hann hefur bein í nefinu, eða þá hvaða skoðanir hann kann að hafa varðandi það hvaða mál eru þess eðlis að þjóðin ætti að fá að taka um þau endanlega ákvörðun. Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi landsmanna gæti krafist þess að þjóðaratkvæði réði úrslitum um lagafrumvörp. Þá mætti hugsa sér að þau skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að frumvörpum væri skotið til þjóðarinnar væru þannig að aðeins fá mál fengju þá afgreiðslu; þau sem fólki þættu mikilvægust. Til dæmis mætti krefjast undirskriftar 20% kosningabærra manna, eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti einhver viðmið um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, eins og að helmingur atkvæðisbærra manna tæki þátt í henni, til að koma í veg fyrir að hávær minnihluti ráði úrslitum. Ráðamenn hér á landi hafa löngum tekið stirt í hugmyndir um þjóðaratkvæði. Sagt hefur verið að fólk sé búið að kjósa í þingkosningum og að það nægi: Þjóðin eigi ekkert að ákveða annað. Í raun er ástæðan sú að þeim finnst það óþægilegt að ráða ekki öllu; þægilegra að ákveða einir í "reykfylltum bakherbergum" ... eða við sérdúkað borð. Hins vegar er það lýðræðislegra að þjóðin geti tekið þátt í einstökum ákvörðunum, og þótt lýðræðið geti verið óþægilegt fyrir suma, þá er það gott og réttlátt fyrir fjöldann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - dr. Jóhann M. Hauksson Nýlega hefur sannast að það er eðlilegt að þjóðin fái að taka endanlega ákvörðun í mikilvægum málum. Þrátt fyrir það hefur fjölmiðlamálið sýnt greinilega að núverandi málskotsréttur er ófullnægjandi. Í fyrsta lagi er óásættanlegt að stjórnvöld geti tekið ýmsar ákvarðanir án þess að þjóðin hafi nokkra möguleika á að hafa hönd í bagga. Það á við um þær ákvarðanir sem hefðu afdrifaríkar afleiðingar. Í því sambandi má hugsa til stofnunar hers, sem óhjákvæmilega mundi kosta landsmenn miklar fúlgur, eða inngöngu í ESB sem hefði gríðarleg áhrif á stjórn landsins (en um það yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þó að breyta þyrfti stjórnarskránni ef Ísland gengi í ESB). Einnig virðist óásættanlegt að valdamenn taki mjög óeðlilegar ákvarðanir án þess að þjóðin fái nokkuð um það sagt. Hér verður manni strax hugsað til fjölmiðlalaganna, svo ekki sé talað um það ef stjórnvöld ætluðu að brjóta upp fyrirtæki sem þeim væri illa við ("markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði" eins og Halldór Ásgrímsson kallar það, í Viðskiptablaðinu 7. maí 2004). Þá hefur þetta mál sýnt að óásættanlegt er að komið sé undir einum manni, forsetanum, hvort þjóðin er spurð álits varðandi slík mál. Þegar hann er kosinn vita kjósendur einfaldlega ekki hvort hann hefur bein í nefinu, eða þá hvaða skoðanir hann kann að hafa varðandi það hvaða mál eru þess eðlis að þjóðin ætti að fá að taka um þau endanlega ákvörðun. Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi landsmanna gæti krafist þess að þjóðaratkvæði réði úrslitum um lagafrumvörp. Þá mætti hugsa sér að þau skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að frumvörpum væri skotið til þjóðarinnar væru þannig að aðeins fá mál fengju þá afgreiðslu; þau sem fólki þættu mikilvægust. Til dæmis mætti krefjast undirskriftar 20% kosningabærra manna, eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti einhver viðmið um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, eins og að helmingur atkvæðisbærra manna tæki þátt í henni, til að koma í veg fyrir að hávær minnihluti ráði úrslitum. Ráðamenn hér á landi hafa löngum tekið stirt í hugmyndir um þjóðaratkvæði. Sagt hefur verið að fólk sé búið að kjósa í þingkosningum og að það nægi: Þjóðin eigi ekkert að ákveða annað. Í raun er ástæðan sú að þeim finnst það óþægilegt að ráða ekki öllu; þægilegra að ákveða einir í "reykfylltum bakherbergum" ... eða við sérdúkað borð. Hins vegar er það lýðræðislegra að þjóðin geti tekið þátt í einstökum ákvörðunum, og þótt lýðræðið geti verið óþægilegt fyrir suma, þá er það gott og réttlátt fyrir fjöldann.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar