Þjóðaratkvæði í stjórnarskrá 2. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin - dr. Jóhann M. Hauksson Nýlega hefur sannast að það er eðlilegt að þjóðin fái að taka endanlega ákvörðun í mikilvægum málum. Þrátt fyrir það hefur fjölmiðlamálið sýnt greinilega að núverandi málskotsréttur er ófullnægjandi. Í fyrsta lagi er óásættanlegt að stjórnvöld geti tekið ýmsar ákvarðanir án þess að þjóðin hafi nokkra möguleika á að hafa hönd í bagga. Það á við um þær ákvarðanir sem hefðu afdrifaríkar afleiðingar. Í því sambandi má hugsa til stofnunar hers, sem óhjákvæmilega mundi kosta landsmenn miklar fúlgur, eða inngöngu í ESB sem hefði gríðarleg áhrif á stjórn landsins (en um það yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þó að breyta þyrfti stjórnarskránni ef Ísland gengi í ESB). Einnig virðist óásættanlegt að valdamenn taki mjög óeðlilegar ákvarðanir án þess að þjóðin fái nokkuð um það sagt. Hér verður manni strax hugsað til fjölmiðlalaganna, svo ekki sé talað um það ef stjórnvöld ætluðu að brjóta upp fyrirtæki sem þeim væri illa við ("markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði" eins og Halldór Ásgrímsson kallar það, í Viðskiptablaðinu 7. maí 2004). Þá hefur þetta mál sýnt að óásættanlegt er að komið sé undir einum manni, forsetanum, hvort þjóðin er spurð álits varðandi slík mál. Þegar hann er kosinn vita kjósendur einfaldlega ekki hvort hann hefur bein í nefinu, eða þá hvaða skoðanir hann kann að hafa varðandi það hvaða mál eru þess eðlis að þjóðin ætti að fá að taka um þau endanlega ákvörðun. Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi landsmanna gæti krafist þess að þjóðaratkvæði réði úrslitum um lagafrumvörp. Þá mætti hugsa sér að þau skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að frumvörpum væri skotið til þjóðarinnar væru þannig að aðeins fá mál fengju þá afgreiðslu; þau sem fólki þættu mikilvægust. Til dæmis mætti krefjast undirskriftar 20% kosningabærra manna, eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti einhver viðmið um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, eins og að helmingur atkvæðisbærra manna tæki þátt í henni, til að koma í veg fyrir að hávær minnihluti ráði úrslitum. Ráðamenn hér á landi hafa löngum tekið stirt í hugmyndir um þjóðaratkvæði. Sagt hefur verið að fólk sé búið að kjósa í þingkosningum og að það nægi: Þjóðin eigi ekkert að ákveða annað. Í raun er ástæðan sú að þeim finnst það óþægilegt að ráða ekki öllu; þægilegra að ákveða einir í "reykfylltum bakherbergum" ... eða við sérdúkað borð. Hins vegar er það lýðræðislegra að þjóðin geti tekið þátt í einstökum ákvörðunum, og þótt lýðræðið geti verið óþægilegt fyrir suma, þá er það gott og réttlátt fyrir fjöldann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - dr. Jóhann M. Hauksson Nýlega hefur sannast að það er eðlilegt að þjóðin fái að taka endanlega ákvörðun í mikilvægum málum. Þrátt fyrir það hefur fjölmiðlamálið sýnt greinilega að núverandi málskotsréttur er ófullnægjandi. Í fyrsta lagi er óásættanlegt að stjórnvöld geti tekið ýmsar ákvarðanir án þess að þjóðin hafi nokkra möguleika á að hafa hönd í bagga. Það á við um þær ákvarðanir sem hefðu afdrifaríkar afleiðingar. Í því sambandi má hugsa til stofnunar hers, sem óhjákvæmilega mundi kosta landsmenn miklar fúlgur, eða inngöngu í ESB sem hefði gríðarleg áhrif á stjórn landsins (en um það yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þó að breyta þyrfti stjórnarskránni ef Ísland gengi í ESB). Einnig virðist óásættanlegt að valdamenn taki mjög óeðlilegar ákvarðanir án þess að þjóðin fái nokkuð um það sagt. Hér verður manni strax hugsað til fjölmiðlalaganna, svo ekki sé talað um það ef stjórnvöld ætluðu að brjóta upp fyrirtæki sem þeim væri illa við ("markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði" eins og Halldór Ásgrímsson kallar það, í Viðskiptablaðinu 7. maí 2004). Þá hefur þetta mál sýnt að óásættanlegt er að komið sé undir einum manni, forsetanum, hvort þjóðin er spurð álits varðandi slík mál. Þegar hann er kosinn vita kjósendur einfaldlega ekki hvort hann hefur bein í nefinu, eða þá hvaða skoðanir hann kann að hafa varðandi það hvaða mál eru þess eðlis að þjóðin ætti að fá að taka um þau endanlega ákvörðun. Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi landsmanna gæti krafist þess að þjóðaratkvæði réði úrslitum um lagafrumvörp. Þá mætti hugsa sér að þau skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að frumvörpum væri skotið til þjóðarinnar væru þannig að aðeins fá mál fengju þá afgreiðslu; þau sem fólki þættu mikilvægust. Til dæmis mætti krefjast undirskriftar 20% kosningabærra manna, eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti einhver viðmið um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, eins og að helmingur atkvæðisbærra manna tæki þátt í henni, til að koma í veg fyrir að hávær minnihluti ráði úrslitum. Ráðamenn hér á landi hafa löngum tekið stirt í hugmyndir um þjóðaratkvæði. Sagt hefur verið að fólk sé búið að kjósa í þingkosningum og að það nægi: Þjóðin eigi ekkert að ákveða annað. Í raun er ástæðan sú að þeim finnst það óþægilegt að ráða ekki öllu; þægilegra að ákveða einir í "reykfylltum bakherbergum" ... eða við sérdúkað borð. Hins vegar er það lýðræðislegra að þjóðin geti tekið þátt í einstökum ákvörðunum, og þótt lýðræðið geti verið óþægilegt fyrir suma, þá er það gott og réttlátt fyrir fjöldann.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun