Skoðun

Úrslit kosninganna

Bréf til blaðsins - Helgi Ormsson, eftirlaunaþegi, skrifar um úrslit forsetakosninganna. Núna, þegar við höfum séð og heyrt þær niðurstöður sem álitsgjafar hafa komist að, vekur nokkra furðu að enginn sé búinn að koma auga á þessa: Í kosningunum árið 1996 var Ólafi Ragnari Grímssyni spáð allt að 70 prósenta fylgi. Niðurstaðan varð rétt um 35 prósent þeirra sem máttu kjósa. Núna var honum spáð allt að 90 prósentum. Niðurstaðan varð 42,5 prósent þeirra sem máttu kjósa. Þegar tillit er tekið til þess, að við Íslendingar stöndum nokkuð vel með forseta okkar, verður að viðurkenna að þetta er frekar lélegur fengur eftir átta ár. Ég held að óhætt sé að segja, að Ólafur Ragnar hafi í báðum tilfellum verið kosinn af sínu fasta vinstra fylgi og ekkert fengið þar framyfir, nema lítils háttar aukningu sem sitjandi forseti. Við erum 57,5 prósent sem kusum hann ekki.



Skoðun

Sjá meira


×