Takk fyrir Framsóknarkonur 27. ágúst 2004 00:01 Konur og stjórnmál - Signý Sigurðardóttir, áhugamaður um þjóðfélagmál Það er langt síðan ég hef hlustað á pólitíska ræðu sem hefur valdið mér gæsahúð. Það er langt síðan pólitísk ræða hefur orðið til þess að mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra! Það gerðist á miðvikudaginn. Úrdráttur úr ræðu Sigrúnar Magnúsdóttur sem sendur var í loftið í Speglinum í fyrrakvöld var frábær – stórkostlegur og varð til þess að mig langaði að fá að vera með. Mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra fyrir ykkur framsóknarkonur – Takk þúsund sinnum! Vitið þið hversu frábært framlag þið hafið fært til jafnréttisbaráttunnar síðustu daga og vikur? Ef ekki, er rétt að þið vitið það – þið hafið fært okkur fram um mörg skref gott ef ekki marga áratugi fram á við. Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri örfárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Hóp sem ekki leynir sér að er til alls vís! Allar konur sem láta sig jafnréttismál varða af alvöru hljóta að fagna óumræðilega þessa dagana. Gleðilegast af öllu er sú staðreynd að þessi þétta gagnrýni og samheldni kvenna innan Framsóknarflokksins hefur náð út fyrir raðir hans, meira að segja einhverjar sjálfstæðiskonur virðast fagna. Þannig mátti lesa í grein í Morgunblaðinu að Helga Guðrún Jónasdóttir gagnrýndi orð Dagnýjar Jónsdóttur um "hæfni" einstaklinga og er vonandi að sú fáránlega lokun á jafnréttisumræðunni sé nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Konur þurfa ekki að finna verkfærin fyrir karlmennina til að þagga niður í jafnréttisumræðunni þeir eru alveg nægilega duglegir við það án okkar hjálpar. Það er ótrúleg móðgun og lítilsvirðing sem felst í því að konur skuli nú um langa hríð hafa hafið þennan söng um að sá "hæfasti" skuli ráðinn í hvert skipti sem umræðan snýst um ráðningu kvenna en að þær þegi þunnu hljóði í öll þau þúsund skipti þar sem karlmenn fá ráðningu út á það eitt að vera af réttu kyni. Hvers vegna haldið þið að Davíð Oddsson hafi tilnefnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í embætti menntamálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur í embætti umhverfisráðherra í kjölfar síðustu kosninga? Hvers vegna haldið þið að Össur Skarphéðinsson hafi náð því að verða fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður í síðustu kosningum? Hvers vegna skyldu fleiri konur en karlar hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum? Eru ekki skilaboðin skýr? Við getum breytt ásýnd samfélagsins eins og við viljum! Við getum haft stórkostleg áhrif með því að beita því valdi sem við höfum. Hugsið ykkur bara ef okkur tækist að upplifa þann stórkostlega dag að geta haft fullkomlega sjálfstæða skoðun – óháð kynferði? Hugsið ykkur ef við gætum einn dag leyft okkur að deila og vera ósammála á fullkomlega málefnalegan hátt án þess að kynjabreytan komi þar nokkuð við sögu? Við getum unnið að því að þessi dagur komi – galdurinn er sá að standa saman í baráttunni og styðja hvor aðra í þessari baráttu sem sameinar okkur allar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Konur og stjórnmál - Signý Sigurðardóttir, áhugamaður um þjóðfélagmál Það er langt síðan ég hef hlustað á pólitíska ræðu sem hefur valdið mér gæsahúð. Það er langt síðan pólitísk ræða hefur orðið til þess að mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra! Það gerðist á miðvikudaginn. Úrdráttur úr ræðu Sigrúnar Magnúsdóttur sem sendur var í loftið í Speglinum í fyrrakvöld var frábær – stórkostlegur og varð til þess að mig langaði að fá að vera með. Mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra fyrir ykkur framsóknarkonur – Takk þúsund sinnum! Vitið þið hversu frábært framlag þið hafið fært til jafnréttisbaráttunnar síðustu daga og vikur? Ef ekki, er rétt að þið vitið það – þið hafið fært okkur fram um mörg skref gott ef ekki marga áratugi fram á við. Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri örfárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Hóp sem ekki leynir sér að er til alls vís! Allar konur sem láta sig jafnréttismál varða af alvöru hljóta að fagna óumræðilega þessa dagana. Gleðilegast af öllu er sú staðreynd að þessi þétta gagnrýni og samheldni kvenna innan Framsóknarflokksins hefur náð út fyrir raðir hans, meira að segja einhverjar sjálfstæðiskonur virðast fagna. Þannig mátti lesa í grein í Morgunblaðinu að Helga Guðrún Jónasdóttir gagnrýndi orð Dagnýjar Jónsdóttur um "hæfni" einstaklinga og er vonandi að sú fáránlega lokun á jafnréttisumræðunni sé nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Konur þurfa ekki að finna verkfærin fyrir karlmennina til að þagga niður í jafnréttisumræðunni þeir eru alveg nægilega duglegir við það án okkar hjálpar. Það er ótrúleg móðgun og lítilsvirðing sem felst í því að konur skuli nú um langa hríð hafa hafið þennan söng um að sá "hæfasti" skuli ráðinn í hvert skipti sem umræðan snýst um ráðningu kvenna en að þær þegi þunnu hljóði í öll þau þúsund skipti þar sem karlmenn fá ráðningu út á það eitt að vera af réttu kyni. Hvers vegna haldið þið að Davíð Oddsson hafi tilnefnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í embætti menntamálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur í embætti umhverfisráðherra í kjölfar síðustu kosninga? Hvers vegna haldið þið að Össur Skarphéðinsson hafi náð því að verða fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður í síðustu kosningum? Hvers vegna skyldu fleiri konur en karlar hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum? Eru ekki skilaboðin skýr? Við getum breytt ásýnd samfélagsins eins og við viljum! Við getum haft stórkostleg áhrif með því að beita því valdi sem við höfum. Hugsið ykkur bara ef okkur tækist að upplifa þann stórkostlega dag að geta haft fullkomlega sjálfstæða skoðun – óháð kynferði? Hugsið ykkur ef við gætum einn dag leyft okkur að deila og vera ósammála á fullkomlega málefnalegan hátt án þess að kynjabreytan komi þar nokkuð við sögu? Við getum unnið að því að þessi dagur komi – galdurinn er sá að standa saman í baráttunni og styðja hvor aðra í þessari baráttu sem sameinar okkur allar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun