Erlent

Bílsprengja sprakk í Jerúsalem

Tveir létust og 19 særðust þegar bílsprengja sprakk við ísraelskar eftirlitsstöðvar fyrir utan Jerúsalem í dag. Þeir sem létust voru Palestínumenn. Vígamenn úr Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, forseta Palestínu, hafa lýst tilræðinu á hendur sér, en þeir báðust afsökunar á því að tveir Palestínumenn hefðu látið lífið, því sprengjunni var beint að Ísraelsmönnum. 15 særðust, þar á meðal tvö börn, í árásum Ísraelshers á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segir aðgerðina hafa beinst gegn vígamönnum , en palestínsk vitni segja að tíu ísraelskir skriðdrekar og nokkrir valtarar hafi verið á staðnum að brjóta niður hús Palestínumanna sem stóðu nálægt landnemabyggð þar sem Ísraelsmenn hyggjast reisa varnarmúr. Palestínskir uppreisnarmenn hófu að skjóta á herliðið og á þá herinn að hafa kallað á árásarþyrlu sér til aðstoðar. Sjónarvottar segja að flugskeytið hafi lent nærri hópi óbreyttra borgara en í hópnum var einn byssumaður sem særðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×