Sport

Páll Axel bjartsýnn fyrir leikinn

Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði íslenska körfuknattleikslandsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Dönum í B-deild Evrópumótsins á útivelli í kvöld. Hann segir liðið aldrei hafa undirbúið sig jafn vel og í sumar. Markmið íslenska liðsins er að vinna sér sæti í A-deild að sögn Páls Axels en til þess að það takist þarf liðið að vinna sigur í riðlinum þar sem Rúmenar og Danir eru andstæðingar Íslendinga. Líkt og Íslendingar eru Danir bjartsýnir á sigur í kvöld en Jesper Sörensen, einn leikmanna danska liðsins, lék með KR-ingum síðastliðinn vetur.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×