Sport

Norðurlandamet hjá Þóreyju Eddu

Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,60 metra í stangarstökki á móti í Madríd á Spáni í gærkvöld og bætti þar með eigið Íslands- og Norðurlandamet um sex sentimetra. Þórey Edda hafnaði í öðru sæti á mótinu og sveif yfir 4,60 í annarri tilraun en sigurvegari varð rússneski heimsmethafinn, Svetlana Feofanova. Sigurstökk hennar í gær var 4,80 metrar en hún reyndi við nýtt heimsmet, 4,90, en felldi rána þrívegis. Þórey Edda, sem hefur að undanförnu dvalið við æfingar í Þýskalandi, er í gríðarlega góðri æfingu um þessar mundir. Ljóst er að hún verður til alls líkleg á Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Aþenu í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×