Breyttir jeppar ekki hættulegri 12. júní 2004 00:01 "Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka." Fréttir Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
"Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira