Lífið

Laus við allt stress

"Ég ætla að vera í faðmi fjölskyldunnar,en bróðir minn kom hingað líka frá Nýja Sjálandi þannig að við erum öll saman," segir Linda Pétursdóttir athafnakona þegar hún var spurð hvað hún ætli að gera á sjálfan afmælisdaginn. Hún er vön því að gera ekki mikið úr afmælinu sínu enda er það á þeim árstíma þegar mikið annað er í gangi. "Já, ég ætla bara að taka það rólega, ég er alveg laus við allt stress um jólin. Annars er ég búin að bóka mig í nudd hérna í Baðhúsinu á afmælisdaginn," segir Linda. Hún viðurkennir að það hafi verið svekkjandi á yngri árum að eiga afmæli á þessum tíma. "Oft fékk ég jólagjöfina og afmæligjöfina saman frá ættingjum, en ég kippi mér ekki upp við það núna," segir Linda og hlær. "Annars eigum við öll systkinin afmæli í lok desember. Eldri bróðir minn er 16. og tvær dætur hans 17., yngri bróðir minn er 19. og svo ég þarna 27. Þannig að þetta er ansi dýr mánuður í fjölskyldunni," segir Linda og skellir upp úr. Linda hefur þó að minnsta kosti einu sinni haldið upp á afmælið með glæsibrag, þegar hún varð þrítug. "Ég var með afmælisveislu í Ásmundarsal og Raggi Bjarna og Bubbi sungu fyrir mig og ég fékk hingað góða vini frá Bandaríkjunum. Það var mjög eftirminnilegt," segir Linda. Hún dvelur hérna aðeins yfir jólin en hún er búsett í Vancouver í Kanada þar sem hún hefur lokið námi í grafískri hönnun. "Í lok janúar hef ég nýtt nám í listaháskóla í San Fransisco í auglýsingagerð sem er mjög spennandi," segir Linda í fyrstu að taka námið í gengum netið þar sem hún villl vera lengur í Vancouver. "Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég eigi að flytja til San Fransisco, það verður bara að koma í ljós. Annars er mér sagt að San Fransico og Vancouver séu mjög líkar," segir Linda að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.