Afleiðingar sýndarverkfalla 21. október 2004 00:01 Ragnhildur I. Guðmundsdóttir fer mikinn í grein sinni í Morgunblaðinu þann 13. október sl. "Sýndarverkfall - Hvað eru menn í alvöru að læra í viðskiptafræðinni?" Þar er vísað til greinar sem birtist í Fréttablaðinu 29. september. Gott hefði verið ef Ragnhildur hefði lesið greinina með opnum augum og jákvæðni, því það kemur berlega í ljós að hún sér hvorki né skilur nema það sem hún vill. Hún er blind af heift og sér engar lausnir. Ég vona að það sé ekki algilt um þá kennara sem í verkfalli eru. Sýndarverkfall er ekki nýtt af nálinni eins og ég get um í fyrri grein minni um sama efni (Fréttablaðið 2. feb. 2004). Sýndarverkföll hafa verið reynd bæði á Ítalíu og Bandaríkjunum með afar jákvæðri niðurstöðu, þvert á það sem þessi úrilli kennari gefur sér. Ef kennarar og samninganefnd sveitarfélaga hefðu samið um það áður en kom til verkfalls að fara í sýndarverkfall hefði verkfallið ekki staðið í meira en sólarhring því báðir aðilar hefðu séð hag sínum best borgið með því að semja strax. Börnin okkar hefðu ekki orðið saklaus fórnarlömb deilu sem þau skilja lítið í. Því verð ég að biðja Ragnhildi að lesa greinina aftur þar sem hún hefur ekki skilið kjarna málsins. Hún veit það vonandi, sem BA í félagsfræði og kennari, að undirstaða alls náms er endurtekning. Svo ég svari spurningunni sem hún setur fram í fyrirsögninni sinni þá lærum við meðal annars í Viðskiptadeild Háskóla Íslands að breytingar eru nauðsynlegar og í raun eini vottur lífs. Við þurfum vöxt til að örva fólk til dáða svo að fyrirtæki skili hagnaði og tryggi stöðugleika. Stöðugleikinn verður ekki stöðugur án breytinga, nýjunga og frjórrar hugsunar. Við verðum að fagna og taka á móti breytingum á jákvæðan hátt. Aðrar spurningar sem Ragnhildur setur fram í grein sinn eru ekki svara verðar. Þær lýsa gamaldags viðhorfum og kreddum. Ég vona að Ragnhildur sé mér sammála að verkfallsvopnið er úrelt fyrirbrigði. Þeir sem tapa mestu á kennaraverkfalli eru börnin okkar. Kennarar og sveitarfélögin "hagnast" á verkfallinu. Þetta verkfall er búið að kosta börnin okkar of mikið og eftir síðustu fréttum að dæma á það eftir að kosta enn meira. Þolinmæði foreldra og barna er að bresta. Vitleysan heldur áfram þar sem samningsaðilar tala ekki saman. Við foreldrar hljótum að spyrja hvort réttir aðilar séu við borðið hjá þessum aðilum? Hvað vita þeir í dag sem þeir vissu ekki fyrir fjórum vikum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ragnhildur I. Guðmundsdóttir fer mikinn í grein sinni í Morgunblaðinu þann 13. október sl. "Sýndarverkfall - Hvað eru menn í alvöru að læra í viðskiptafræðinni?" Þar er vísað til greinar sem birtist í Fréttablaðinu 29. september. Gott hefði verið ef Ragnhildur hefði lesið greinina með opnum augum og jákvæðni, því það kemur berlega í ljós að hún sér hvorki né skilur nema það sem hún vill. Hún er blind af heift og sér engar lausnir. Ég vona að það sé ekki algilt um þá kennara sem í verkfalli eru. Sýndarverkfall er ekki nýtt af nálinni eins og ég get um í fyrri grein minni um sama efni (Fréttablaðið 2. feb. 2004). Sýndarverkföll hafa verið reynd bæði á Ítalíu og Bandaríkjunum með afar jákvæðri niðurstöðu, þvert á það sem þessi úrilli kennari gefur sér. Ef kennarar og samninganefnd sveitarfélaga hefðu samið um það áður en kom til verkfalls að fara í sýndarverkfall hefði verkfallið ekki staðið í meira en sólarhring því báðir aðilar hefðu séð hag sínum best borgið með því að semja strax. Börnin okkar hefðu ekki orðið saklaus fórnarlömb deilu sem þau skilja lítið í. Því verð ég að biðja Ragnhildi að lesa greinina aftur þar sem hún hefur ekki skilið kjarna málsins. Hún veit það vonandi, sem BA í félagsfræði og kennari, að undirstaða alls náms er endurtekning. Svo ég svari spurningunni sem hún setur fram í fyrirsögninni sinni þá lærum við meðal annars í Viðskiptadeild Háskóla Íslands að breytingar eru nauðsynlegar og í raun eini vottur lífs. Við þurfum vöxt til að örva fólk til dáða svo að fyrirtæki skili hagnaði og tryggi stöðugleika. Stöðugleikinn verður ekki stöðugur án breytinga, nýjunga og frjórrar hugsunar. Við verðum að fagna og taka á móti breytingum á jákvæðan hátt. Aðrar spurningar sem Ragnhildur setur fram í grein sinn eru ekki svara verðar. Þær lýsa gamaldags viðhorfum og kreddum. Ég vona að Ragnhildur sé mér sammála að verkfallsvopnið er úrelt fyrirbrigði. Þeir sem tapa mestu á kennaraverkfalli eru börnin okkar. Kennarar og sveitarfélögin "hagnast" á verkfallinu. Þetta verkfall er búið að kosta börnin okkar of mikið og eftir síðustu fréttum að dæma á það eftir að kosta enn meira. Þolinmæði foreldra og barna er að bresta. Vitleysan heldur áfram þar sem samningsaðilar tala ekki saman. Við foreldrar hljótum að spyrja hvort réttir aðilar séu við borðið hjá þessum aðilum? Hvað vita þeir í dag sem þeir vissu ekki fyrir fjórum vikum?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar