Afleiðingar sýndarverkfalla 21. október 2004 00:01 Ragnhildur I. Guðmundsdóttir fer mikinn í grein sinni í Morgunblaðinu þann 13. október sl. "Sýndarverkfall - Hvað eru menn í alvöru að læra í viðskiptafræðinni?" Þar er vísað til greinar sem birtist í Fréttablaðinu 29. september. Gott hefði verið ef Ragnhildur hefði lesið greinina með opnum augum og jákvæðni, því það kemur berlega í ljós að hún sér hvorki né skilur nema það sem hún vill. Hún er blind af heift og sér engar lausnir. Ég vona að það sé ekki algilt um þá kennara sem í verkfalli eru. Sýndarverkfall er ekki nýtt af nálinni eins og ég get um í fyrri grein minni um sama efni (Fréttablaðið 2. feb. 2004). Sýndarverkföll hafa verið reynd bæði á Ítalíu og Bandaríkjunum með afar jákvæðri niðurstöðu, þvert á það sem þessi úrilli kennari gefur sér. Ef kennarar og samninganefnd sveitarfélaga hefðu samið um það áður en kom til verkfalls að fara í sýndarverkfall hefði verkfallið ekki staðið í meira en sólarhring því báðir aðilar hefðu séð hag sínum best borgið með því að semja strax. Börnin okkar hefðu ekki orðið saklaus fórnarlömb deilu sem þau skilja lítið í. Því verð ég að biðja Ragnhildi að lesa greinina aftur þar sem hún hefur ekki skilið kjarna málsins. Hún veit það vonandi, sem BA í félagsfræði og kennari, að undirstaða alls náms er endurtekning. Svo ég svari spurningunni sem hún setur fram í fyrirsögninni sinni þá lærum við meðal annars í Viðskiptadeild Háskóla Íslands að breytingar eru nauðsynlegar og í raun eini vottur lífs. Við þurfum vöxt til að örva fólk til dáða svo að fyrirtæki skili hagnaði og tryggi stöðugleika. Stöðugleikinn verður ekki stöðugur án breytinga, nýjunga og frjórrar hugsunar. Við verðum að fagna og taka á móti breytingum á jákvæðan hátt. Aðrar spurningar sem Ragnhildur setur fram í grein sinn eru ekki svara verðar. Þær lýsa gamaldags viðhorfum og kreddum. Ég vona að Ragnhildur sé mér sammála að verkfallsvopnið er úrelt fyrirbrigði. Þeir sem tapa mestu á kennaraverkfalli eru börnin okkar. Kennarar og sveitarfélögin "hagnast" á verkfallinu. Þetta verkfall er búið að kosta börnin okkar of mikið og eftir síðustu fréttum að dæma á það eftir að kosta enn meira. Þolinmæði foreldra og barna er að bresta. Vitleysan heldur áfram þar sem samningsaðilar tala ekki saman. Við foreldrar hljótum að spyrja hvort réttir aðilar séu við borðið hjá þessum aðilum? Hvað vita þeir í dag sem þeir vissu ekki fyrir fjórum vikum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ragnhildur I. Guðmundsdóttir fer mikinn í grein sinni í Morgunblaðinu þann 13. október sl. "Sýndarverkfall - Hvað eru menn í alvöru að læra í viðskiptafræðinni?" Þar er vísað til greinar sem birtist í Fréttablaðinu 29. september. Gott hefði verið ef Ragnhildur hefði lesið greinina með opnum augum og jákvæðni, því það kemur berlega í ljós að hún sér hvorki né skilur nema það sem hún vill. Hún er blind af heift og sér engar lausnir. Ég vona að það sé ekki algilt um þá kennara sem í verkfalli eru. Sýndarverkfall er ekki nýtt af nálinni eins og ég get um í fyrri grein minni um sama efni (Fréttablaðið 2. feb. 2004). Sýndarverkföll hafa verið reynd bæði á Ítalíu og Bandaríkjunum með afar jákvæðri niðurstöðu, þvert á það sem þessi úrilli kennari gefur sér. Ef kennarar og samninganefnd sveitarfélaga hefðu samið um það áður en kom til verkfalls að fara í sýndarverkfall hefði verkfallið ekki staðið í meira en sólarhring því báðir aðilar hefðu séð hag sínum best borgið með því að semja strax. Börnin okkar hefðu ekki orðið saklaus fórnarlömb deilu sem þau skilja lítið í. Því verð ég að biðja Ragnhildi að lesa greinina aftur þar sem hún hefur ekki skilið kjarna málsins. Hún veit það vonandi, sem BA í félagsfræði og kennari, að undirstaða alls náms er endurtekning. Svo ég svari spurningunni sem hún setur fram í fyrirsögninni sinni þá lærum við meðal annars í Viðskiptadeild Háskóla Íslands að breytingar eru nauðsynlegar og í raun eini vottur lífs. Við þurfum vöxt til að örva fólk til dáða svo að fyrirtæki skili hagnaði og tryggi stöðugleika. Stöðugleikinn verður ekki stöðugur án breytinga, nýjunga og frjórrar hugsunar. Við verðum að fagna og taka á móti breytingum á jákvæðan hátt. Aðrar spurningar sem Ragnhildur setur fram í grein sinn eru ekki svara verðar. Þær lýsa gamaldags viðhorfum og kreddum. Ég vona að Ragnhildur sé mér sammála að verkfallsvopnið er úrelt fyrirbrigði. Þeir sem tapa mestu á kennaraverkfalli eru börnin okkar. Kennarar og sveitarfélögin "hagnast" á verkfallinu. Þetta verkfall er búið að kosta börnin okkar of mikið og eftir síðustu fréttum að dæma á það eftir að kosta enn meira. Þolinmæði foreldra og barna er að bresta. Vitleysan heldur áfram þar sem samningsaðilar tala ekki saman. Við foreldrar hljótum að spyrja hvort réttir aðilar séu við borðið hjá þessum aðilum? Hvað vita þeir í dag sem þeir vissu ekki fyrir fjórum vikum?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar