Sport

AC Mílan lagði Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea, beið lægri hlut fyrir ítalíumeisturum AC Mílan á æfingamótinu í Bandaríkjunum. Leikurinn, sem fram fór í Philadelphiu, endaði 3-2 og þótti hin besta skemmtun. Það var Eiður Smári Guðjohnsen sem kom Chelsea á bragðið á 19. mínútu. Brasilíumaðurinn Cafu jafnaði metin á 26. mínútu með marki sem skrifast alfarið á Carlo Cudicini, markmann Chelsea. Það var síðan Frakkinn Didier Drogba sem kom Chelsea aftur yfir með marki á 38. mínútu en þetta var í fyrsta sinn sem hann er í byrjunarliðinu. Leikmenn AC voru ekki af baki dottnir þrátt fyrir þetta og jöfnuðu á 76. mínútu með marki frá Ítalanum Costacurta. Það var síðan hinn frábæri úkraínski framherji, Andriy Shevchenko sem tryggði ítalska liðinu sigurinn með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Segja má með sanni að sigur Ítalanna hafi verið frekar ósanngjarn því Chelsea réð lögum og lofum lengst af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×