Sport

Kekelia til Gróttu/KR

Rússneski hornamaðurinn sterki, David Kekelia, hefur yfirgefið handknattleikslið Stjörnunnar og mun leika með Gróttu/KR á næstu leiktíð. Hann bætist í hóp fjölmargra leikmanna sem yfirgefið hafa Garðabæjarliðið frá því að síðustu leiktíð lauk og nánast má líkja því við faraldur. David Kekelia hefur verið einn traustasti en um leið einn vanmetnasti leikmaður Íslandsmótsins undanfarin ár og er mikill fengur fyrir lið Gróttu/KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×