Sport

Sir Bobby ekki búinn

Hinn 71 árs gamli Sir Bobby Robson, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ætlar ekki að fjargviðrast vegna yfirlýsingar stjórnarformanns félagsins, Freddy Shephard, þess efnis að samningur Robsons verði ekki endurnýjaður eftir næsta keppnistímabil.  Robson sagði að nú yrðu menn að snúa bökum saman og einbeita sér að komandi leiktíð og útiloka allt utanaðkomandi áreiti. Hann tilkynnti einnig að hann hefði ekki í hyggju að hætta afskiptum af knattspyrnu eftir að samningur hans rennur út heldur reyna fyrir sér annars staðar, enda fyndist honum hann eiga nóg eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×