Sport

FH íslandsmeistari

FH-ingar eru íslandsmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á KA 2-1 á Akureyri. Ásgeir Ásgeirsson skoraði sigurmark FH á lokamínútum leiksins. Skagamenn sigruðu ÍBV á Akranesi 2-0, en ÍBV hélt eigi að síður öðru sætinu. Víkingar eru fallnir niður í fyrstu deild eftir 3-3 jafntefli við Grindavík. Engu skipti þótt Keflavík sigraði Fram 6-1, þar sem Víkingar hefðu þurft sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir sigraði KR með 3 mörkum gegn 1 í Árbæ, en sá leikur skipti ekki máli þar sem liðin höfðu að engu að keppa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×