Sport

Rio með gegn Liverpool

Rio Ferdinand verður líklega settur beint í byrjunarlið Manchester United gegn Liverpool á morgun, þó að hann hafi ekki spilað alvöru leik í átta mánuði. Átta mánaða bann Ferdinands rennur út á morgun og segir Alex Ferguson, stjóri United, að líklega sé best að henda pilti beint út í djúpu laugina, fremur en að leyfa honum að ná upp leikformi með varaliðinu. Vörn United hefur ekki virkað sterk það sem af er tímabili og ljóst að þeir sakna Rios illilega og því ekki um annað að ræða en að henda honum beint út í alvöruna á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×