Sport

Jafntefli hjá Fylki og Grindavík

Grindvíkingar nældu sér í mikilvægt stig er þeir heimsóttu Fylki í Landsbankadeild karla í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson kom Grindavík yfir í upphafi leiks en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir Fylki í upphafi síðari hálfleiks. Leikurinn var bráðfjörugur. Mikið um færi og hasar þar sem meðal annars voru gefin tvö rauð spjöld. Fylkismaðurinn Þórhallur Dan Jóhannsson var fyrstur allra í sturtu er hann tæklaði einn Grindvíkinga og hrinti svo öðrum í grasið. Alfreð Elías Jóhannsson kom inn í lið Grindavíkur um miðjan síðari hálfleik og gerði ekki sérstakt mót. Hann tæklaði tvo Fylkismenn á skömmum tíma, uppskar tvö gul spjöld og gat því farið að sturta sig með Þórhalli nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×